16.2.2009 | 14:59
Ævintýrasigling, nei þetta varð eitthvað annað!
Fyrir mörgum mánuðum pantaði mamma sér ferð í siglingu um Karabíahafið ásamt annarri konu. Þær ætluðu að ferðast saman. Innifalið í ferðinni var flug til New York, gisting þar í tvær nætur,siglingin, allur matur og drykkur og kannski eitthvað meira sem ég tel ekki með. Ég las um þessa ferð í bæklingnum og þetta var algjör draumaferð í alla staði. Þær áttu t.d. að hafa klefa á skipinu sem var um 50 fermetrar og um borð var bíó, danssalir, spa, búðir, hárgreiðslustofa og fl. og fl. sem of langt er að telja upp.
Loksins rann þessi langþráði dagur upp, dagurinn sem draumaferðin hefst.
Þegar þær voru í hér úti á velli var hin konan stoppuð og sagt: þú getur ekki notað þennan passa til Bandaríkjanna. Konan hváði, það verður að vera segulrönd( eða eitthvað þannig) á passanum.
Þær urðu að redda þessu í einum grænum því þær auðvitað komu út á völl 2 tímum fyrir brottför.Mamma hringdi í systur mína og hún hringdi út og suður og eftir mikla fyrirhöfn og mörg símtöl hringdi hún í mömmu og sagði henni að hún hefði náð að fá sérstaka flýtimeðferð og vegabréfið væri til, þær yrðu bara að sækja það í bæinn.Tóku þær þá leigubíl frá Leifsstöð( farangurinn var að sjálfsögðu búinn að fara í gegn)og inn í Rvík til að ná í vegabréfið. Gustaði svo mikið af kerlingunum að það sá í iljarnar á þeim þegar þær hlupu inn til að ná í vegabréfið. Bíllinn beið á meðan. Þær komu svo út og báðu bílstjórann að aka eins hratt og honum væri stætt út á Leifsstöð. Stukku þær svo út úr bílnum þar og ruku inn.
Það er það af bílstjóranum að segja að þegar hann var kominn í burtu frá flugstöðinni tók hann eftir GSM síma í aftursætinu. Tók upp símann og hringdi í síðasta símanúmerið sem var hringt í úr símanum. Lendir þá á systur minni sem reddaði vegabréfinu og hún bað hann að fara með símann út á flugstöð, hún skildi láta vita að sími væri væntanlegur á Leifsstöð í flug til Bandaríkjanna.Að sjálfsögðu sagði hún að kerlingarnar skyldu borga bílinn.
Nú kerlingarnar ruku inn og að innritunarborðinu aftur. Þeim var þá sagt að vélin væri farin.Þarna hafa þær staðið eins og villuráfandi sauðir. Sá konan á innritunarborðinu aumur á þeim og sagði að hún gæti reddað 2 sætum í flug til Boston því það hefði orðið seinkun á þeirri flugvél. Og eins gæti hún reddað flugi frá Boston til New York, en það væri auðvitað aukaflug og það kostaði 20 þúsund.Mamma varð að hringja í systur mína, biðja hana að fara á einkabankann sinn og millifæra á debetkortið 20 þúsund. Hún hafði bara einhvern smá vasapening með á debetkortinu. Þær tóku nú gleði sína aftur og flugu með vélinni.
Í New York voru þær í tvo daga svo kom skipið sem þær áttu að sigla með. Þegar þær voru að stíga um borð voru þær að sjálfsögðu beðnar um vegabréfin sín. Fann þá ekki konan þetta rándýra glænýja vegabréf. Hún leitaði og leitaði en fann ekki bréfið hvernig sem hún leitaði. Urðu þær þá að fara frá borði og skipið sigldi sína leið án tveggja farþega.
Þær urðu að vera í New York þessa 8 daga sem draumaferðin átti að standa. Urðu þær nú að leita sér að gistingu þessa daga og fengu inni á hóteli. Mátti hver um sig borga 80 þúsund fyrir það. Auðvitað var enn meiri óheppni með, því mamma var bara með debetkort og í Bandaríkjunum er ekki hægt að nota það.Hringdi mamma þá í systur mína( auðvitað) og bað hana að hafa samband við Visa til að athuga hvort það væri einhver möguleiki að redda korti í einum grænum. Þeir gátu reddað þessu.Um kvöldið uppi á herbergi fer konan eitthvað að gramsa í ferðamannaveskinu sínu( svona tuðra sem maður er með framan á sér) og finnur blessað vegabréfið!!! Daginn eftir ósköpin öll var hringt til mömmu á hótelið og þá var það maður sem sagðist vera með pening til hennar frá Íslandi. Þá var því reddað! Konan sem var með mömmu tók bara með sér stuttermaboli og þannig fatnað svo hún var að drepast úr kulda þarna. Þær fóru í búðir en þar var enga hlýja peysu að fá. Allt bara sumarfatnaður. Mamma gat látið konuna hafa eina af peysunum sínum, en hún var eins og í spennitreyju í henni enda munar nokkrum númerum á þeim.
Núna er mamma komin heim og hefur ekki enn sagt okkur söguna af draumasiglingunni, hvítu ströndunum og kókospálmunum.
Loksins rann þessi langþráði dagur upp, dagurinn sem draumaferðin hefst.
Þegar þær voru í hér úti á velli var hin konan stoppuð og sagt: þú getur ekki notað þennan passa til Bandaríkjanna. Konan hváði, það verður að vera segulrönd( eða eitthvað þannig) á passanum.
Þær urðu að redda þessu í einum grænum því þær auðvitað komu út á völl 2 tímum fyrir brottför.Mamma hringdi í systur mína og hún hringdi út og suður og eftir mikla fyrirhöfn og mörg símtöl hringdi hún í mömmu og sagði henni að hún hefði náð að fá sérstaka flýtimeðferð og vegabréfið væri til, þær yrðu bara að sækja það í bæinn.Tóku þær þá leigubíl frá Leifsstöð( farangurinn var að sjálfsögðu búinn að fara í gegn)og inn í Rvík til að ná í vegabréfið. Gustaði svo mikið af kerlingunum að það sá í iljarnar á þeim þegar þær hlupu inn til að ná í vegabréfið. Bíllinn beið á meðan. Þær komu svo út og báðu bílstjórann að aka eins hratt og honum væri stætt út á Leifsstöð. Stukku þær svo út úr bílnum þar og ruku inn.
Það er það af bílstjóranum að segja að þegar hann var kominn í burtu frá flugstöðinni tók hann eftir GSM síma í aftursætinu. Tók upp símann og hringdi í síðasta símanúmerið sem var hringt í úr símanum. Lendir þá á systur minni sem reddaði vegabréfinu og hún bað hann að fara með símann út á flugstöð, hún skildi láta vita að sími væri væntanlegur á Leifsstöð í flug til Bandaríkjanna.Að sjálfsögðu sagði hún að kerlingarnar skyldu borga bílinn.
Nú kerlingarnar ruku inn og að innritunarborðinu aftur. Þeim var þá sagt að vélin væri farin.Þarna hafa þær staðið eins og villuráfandi sauðir. Sá konan á innritunarborðinu aumur á þeim og sagði að hún gæti reddað 2 sætum í flug til Boston því það hefði orðið seinkun á þeirri flugvél. Og eins gæti hún reddað flugi frá Boston til New York, en það væri auðvitað aukaflug og það kostaði 20 þúsund.Mamma varð að hringja í systur mína, biðja hana að fara á einkabankann sinn og millifæra á debetkortið 20 þúsund. Hún hafði bara einhvern smá vasapening með á debetkortinu. Þær tóku nú gleði sína aftur og flugu með vélinni.
Í New York voru þær í tvo daga svo kom skipið sem þær áttu að sigla með. Þegar þær voru að stíga um borð voru þær að sjálfsögðu beðnar um vegabréfin sín. Fann þá ekki konan þetta rándýra glænýja vegabréf. Hún leitaði og leitaði en fann ekki bréfið hvernig sem hún leitaði. Urðu þær þá að fara frá borði og skipið sigldi sína leið án tveggja farþega.
Þær urðu að vera í New York þessa 8 daga sem draumaferðin átti að standa. Urðu þær nú að leita sér að gistingu þessa daga og fengu inni á hóteli. Mátti hver um sig borga 80 þúsund fyrir það. Auðvitað var enn meiri óheppni með, því mamma var bara með debetkort og í Bandaríkjunum er ekki hægt að nota það.Hringdi mamma þá í systur mína( auðvitað) og bað hana að hafa samband við Visa til að athuga hvort það væri einhver möguleiki að redda korti í einum grænum. Þeir gátu reddað þessu.Um kvöldið uppi á herbergi fer konan eitthvað að gramsa í ferðamannaveskinu sínu( svona tuðra sem maður er með framan á sér) og finnur blessað vegabréfið!!! Daginn eftir ósköpin öll var hringt til mömmu á hótelið og þá var það maður sem sagðist vera með pening til hennar frá Íslandi. Þá var því reddað! Konan sem var með mömmu tók bara með sér stuttermaboli og þannig fatnað svo hún var að drepast úr kulda þarna. Þær fóru í búðir en þar var enga hlýja peysu að fá. Allt bara sumarfatnaður. Mamma gat látið konuna hafa eina af peysunum sínum, en hún var eins og í spennitreyju í henni enda munar nokkrum númerum á þeim.
Núna er mamma komin heim og hefur ekki enn sagt okkur söguna af draumasiglingunni, hvítu ströndunum og kókospálmunum.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk takk fyrir þessa sögu. Er búin að skellihlæja af ferðasögum þínum.
Mamma og vinkona hennar eru miklir ferðafélagar og....... það verður alltaf einhver vitleysa í hverri ferð. Það eru þessir hlutir sem gera lífið svo skemmtilegt.
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 16.2.2009 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.