Sá hlær best sem síðast hlær!!

Fórum í ferð í sumar um hálendið. Við vorum með tjald sem 5 gistu í og svo voru hjón með tjaldvagn. Í fyrsta næturstaðnum voru hjónin að gera góðlátlegt grín að okkur.. Eruð þið enn að tjalda? Við erum búin og búin að grilla og borða.
Keyrðum svo yfir hraun og svoleiðis næsta dag. Eitt dekkið á tjaldvagninum gaf sig og felgan var orðin bogin, skipt um dekk og haldið áfram. Aftur sprakk og þá voru góð ráð dýr. Þau urðu að keyra um með sprungið á vagninum. Við hjónin vorum fyrir aftan þau og sáum hvar dekkið skaust af felgunni og felgan byrjaði að tætast upp. Aftur stoppað og farið að spá og spekúlera. Sást þá að nefhjólið hafði bognað.Þau settu þá hitt sprungna dekkið undir vagninn og svo var haldið áfram. Stoppuðum til að teygja úr okkur og hundurinn hjónanna stökk út og hljóp eitthvað. Þegar við vorum að leggja af stað var kallað á hundinn, hann stökk upp í aftursætið og svo var lagt af stað. Ekki var búið að fara nema fetið þegar hjónin stoppuðu, hún kom út með blauttissjú, opnaði afturdyrnar og byrjaði að þrífa hundinn. Hann hafði þá fundið mannaskít og velt sér upp úr honum svo ekki var hann né sætið glæsilegt.Lögðum svo af stað aftur.
Dekkið fór fljótlega af felgunni og hún varð minni og minni. Stoppuðum og tókum myndir af henni þegar hún var alveg ferköntuð( hef aldrei séð svoleiðis felgu) aftur stoppað og þá var hún orðin á stærð við kökudisk. Við urðum að keyra að næsta landverði og biðja hann að fylgjast með vagninum af því að hann yrði skilinn eftir þar. Hjónin urðu að fara til Reykjavíkur til að kaupa dekk og felgu, en við gátum haldið áfram för þangað sem allir ætluðu að fara. Núna er vagninn kominn með dekk en þau eru útskeif. Skeði líka eitthvað fyrir öxulinn. Tjaldið okkar er í fínu dekkið1 lagi!! dekkið

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Jósepsson

hihi Já það er nú alltaf miklu skemtilegra að tjalda :)

Var ekki bara gaman ?

Ari Jósepsson, 15.2.2009 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birna Steingrímsdóttir
Birna Steingrímsdóttir

 Útivinnandi og húsmóðir í hjáverkum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 6264

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband