Betri en Beckham?

Það er spurningin!


Kviknar á perunni.

Ég ætlaði nú bara að taka perurnar úr eldhúsviftunni en þetta varð tveggja daga verk.

Málið er að það varð hálfgerð sprenging inni í eldhúsi þegar báðar perurnar sprungu. Öryggið af og allt.
Nú ég ekki sú besta til að finna út hvernig átti að taka perurnar úr svo ég byrjaði á vitlausum enda.
Tók einhvert járnstykki í burtu og hélt að ég kæmist þannig að perunum. Kom þá í ljós ferleg drulla á því var lengi lengi að þrífa það. Sá þá að ég gat þrifið glerið innst. Byrjaði en tók þá eftir að það var hægt að taka glerið í burtu sem ég gerði. Þreif það líka vel, hugsaði þá sem svo að það væri langt síðan ég hafði þrifið uppi ofaná skápunum( ná næstum upp í loft). Príla upp á eldhúsborð og byrja að teygja mig og strjúka ofan á. Nema hvað rekst í eitthvað járn, mundi þá að þetta járn er af viftunni og við notuðum það ekki við uppsetningu,því miður hafði það verið sett yfir gat á bak við viftuskápinn. Auðvitað þurfti það að detta með skelli niður um gatið.
Kallinn prílaði upp og teygði lúkuna niður, fann það ekki. Ég gerði eins og fann það ekki heldur.
Nú voru góð ráð dýr.Ég sagði að það þýddi ekki annað en að veiða stykkið upp. Náði í veiðistöngina og spún en ekkert gekk.Sagði þá að best væri að nota segul og binda svona pakkaslaufu á segulinn. Fann segul en hvernig sem ég reyndi að binda datt alltaf segulinn úr. Sagði mínum manni að hafa samband í vinnuna á verkstæðið og fá lánaðan segul sem er á svona járnstöng, en áttaði mig í tíma að það var ekki hægt því það hefði þurft að vera beygja á stönginni svo við kæmum henni niður í gatið. Þá reif Karlinn báðar hurðarnar af skápnum og skrúfaði lausar skrúfur inn í skápnum. Var farinn að losa um skápinn þegar ég segi: eigum við nú ekki bara að prófa að setja viftuna í gang? Ef það heyrast læti slekk ég bara strax. Ég gerði það og ekkert aukahljóð heyrðist. Þar höfðum við það. Járnið datt semsagt á ágætan stað fyrir innan mótorinn af viftunni og fær að vera það til frambúðar.

Og ég sem ætlaði bara að skipta um tvær perur

Ýmsu lendir maður nú í!

Það var lítð um að vera í vinnunni svona rétt fyrir jólin. Fáir krakkar í iþróttum og fáir komu í ræktina.Ég var að vinna í afgreiðslunni og dauðleiddist. Ákvað þá að fá mér smók.Skítaveður var úti og þá verður maður að finna sér skjól.Ég vissi af skjóli bak við ruslagáminn og til að fara þangað þurfti ég að ganga allann íþróttahúsganginn framhjá öllum búningsklefunum.Snjórinn var að fara, komin rigning og rok og svartamyrkur svo maður sá ekki handa sinna skil.Ég stóð alveg við gáminn, kláraði rettuna, lokaði hurðinni og labbaði til baka allann ganginn. Fór inn í þvottahús til að þvo mér, tók þá eftir að þvottavélin var búin, setti í þurrkarann og setti i aðra vél, þvoði mér og fór að afgreiða.Eftir smá tíma kemur samstarfsmaður minn og segir:Heyrðu hvaða voðalega fýla er þetta inni í þvottahúsi, hún ætlar mann lifandi að drepa. Ha, segi ég. Ég var að koma úr þvottahúsinu og það var enginn lykt þar... er þetta ekki bara í nösunum á þér, nógu stórar eru þær.
Nei nei segir hann, þetta er einhver viðbjóðsleg skítalykt.Svei mér ef hún er ekki líka hér. Heyrðu segi ég,það þarf bara að hella vatni í niðurfallið það er orðið þurrt og þá myndast skítalykt.
Nei, trúirðu mér ekki? Komdu með mér fram.. ókey, ég fór með honum fram í þvottahús og þá kom á móti manni þessi líka ógurlega fýla.Sjáðu segir hann. Brúnir flekkir voru fyrir framan þvottavélina og þurrkarann. Hann opnar inn í íþróttagang kallar í mig og sýnir mér bletti á víð og dreif um ganginn alveg fram að útidyrahurð.Ekki veit ég hvað þetta er en ég skal þífa þetta snöggvast segi ég. Fer í þvottahúsið aftur bleyti moppu og moppa fyrir framan vélarnar. Bleyti svo tusku en þegar ég stend þarna við vaskinn fer ég að hugsa. Það skyldi þó aldrei vera?
Kíki undir vinstri skóinn, allt í lagi. Kíki undir hægri skóinn og þar var stór brún klessa. Fer úr skónum og af því að ég var með blauta tusku fer ég að nudda með henni brúnu klessuna. Gaus þá upp sú viðbjóðslegasta fýla sem ég hef fundið fyrr og seinna. Hendi tuskunni eitthvað frá mér, skónum eitthvað annað staulast fram og kúgast og kúgast. Kemur þá ekki samstarfskona mín og spyr hvað sé að? Ég bendi á þvottahúsið og hún fer inn í kófið þar. Kemur fram með skóinn minn og segir: átt þú þennan?Já segi ég. Ég skal þrífa hann fyrir þig. Ok, hún gerir það og meira, hún setur sótthreinsandi í fötu og byrjar að sóttheinsa íþróttaganginn. Bað mig að koma á eftir með aðra sótthreinsandi moppu og fara yfir. Ég gerði það með ælupoka meðferðis.Lyktin var rosaleg inni á ganginum. Hún minnkaði en hvarf ekki. Gott að það var ekkert að ske í íþrótthúsinu.Fór svo að afgreiða. Fljótlega kom samstarfsmaður minn aftur og nú var hann búinn að finna út hvaðan þetta allt var.Jú sjáðu til sagði hann. Einhver hefur þurft að þrífa skít inni í búningsherbergjum og gert það með tusku.Ég fann útskitna tusku fyrir neðan ruslafötuna, hún hefur ekki ratað í ruslið svo hefur einhver stigið á tuskuna og dreift þessu um allt hús um leið og hann fór með ruslið.Ég auðvitað samsinnti þessu, þetta hlaut að vera skýringin. Daginn eftir var ég líka að vinna í afgreiðslunni. Samstarfsmaður minn fann enn smá lykt í afgreiðslunni. Ég trítlaði út að gámi og sá þá hundaskít upp við hann. Þá um kvöldið fóru skórnir í ruslið.

Er þetta ekki komið út í eitthvað rugl?

Það er sagt að maður eigi að borða eitt epli daglega útaf járninu og einn banana  til að fá kalíum
Líka eina appelsínu, útaf c-vítamíninu og einn bolla af grænu te án sykurs, til að forðast  sykursýki.  Svo má ekki gleyma lýsinu sem er náttúrulega allra meina bót.

Drekka tvo lítra af vatni alla daga (Já, og síðan að pissa því, sem tekur tvöfaldan tímann sem það tók að drekka það)
Á hverjum degi borða jógúrt og eitt skot af   LGG út af gerlunum sem enginn skilur hvað gera, en ef þú færð ekki eina og hálfa milljón á dag mun það hafa skelfilegar heilsufarslegar afleiðingar.  

Daglega  taka inn eina aspirín til að koma í veg fyrir hjartaáfall, og drekka eitt rauðvínsglas í sama tilgangi.
Og annað hvítt fyrir taugakerfið.
Og einn bjór,  sem ég man ekki hvaða gagn á að gera.
Ef þú færð þér þetta allt í einu, skaltu gæta þess að eiga einn Red Bull ísskápnum til að drekka  daginn eftir,  nema  náttúrulega ef þú ert  þá búinn að fá heilablóðfall. Ef það gerist, muntu ekki taka eftir því.
Daglega borða trefjar. Mikið, mjög mikið af trefjum. Þar til þú kúkar heilli peysu.  Það á að borða fjórar til sex máltíðir  á dag, hollar, fitulitlar máltíðir og ekki gleyma að tyggja hvern  munnbita hundrað sinnum.
Með smá útreikningi er  ljóst að það tekur þig um fimm  klukkustundir á dag að borða.
Ó, og  síðan  má ekki gleyma að bursta tennurnar eftir hverja máltíð.
Á eftir jógúrtinu og  trefjunum, tannbursta; á eftir eplinu, tannbursta; á eftir banananum, tannbursta...
Og á meðan þú ert á annað borð með tennur máttu ekki gleyma tannþræðinum og munnskolinu með tilheyrandi gurgli.
Best að stækka baðherbergið og setja þar inn hljómflutningstækin þín,  því  þar áttu eftir að dvelja drjúgan tíma: vatnsþambið, trefjarnar, tennurnar...

Síðan á að sofa í átta stundir og vinna aðrar átta plús þessar fimm sem fara í að borða. Þetta gerir  tuttugu og eina klukkustund.  Þá áttu þrjár stundir eftir, það er að segja ef ekkert sérstakt kemur uppá þann daginn.
Samkvæmt  könnunum  eyðum við  þremur stundum daglega í sjónvarp...og ekki gleyma  tölvunum!!!  En þú hefur engan tíma í svoeiðis, því daglega áttu að fá þér a.m.k. hálftíma göngutúr  (Ég tala af reynslu: Snúðu við eftir 15 mínútur, því annars verður hálftíminn að klukkustund).

Síðan verður að huga að vinunum því þeir eru eins og blóm: það þarf að vökva þau daglega. Líka þegar þú ferð í frí. Það er að segja ef þú ferð í frí.

Síðan þarf að vera vel upplýstur. Lesa að minnsta kosti tvö dagblöð og eina grein í tímariti til að bera upplýsingarnar saman.


Ah! Síðan er það kynlífið. Kynlíf daglega og þar að auki á það að vera frumlegt og skapandi .  Þetta tekur sinn tíma!!!  Að maður tali nú ekki um tantra kynlíf!!!
Að öllu framansögðu  vil ég minna þig á: Það á að tannbursta sig eftir hverja máltíð. Það þarf líka að skúra, þurrka af, þvo þvott, fara í sturtu og vaska upp og áttu kannski hund að auki eða hamstur? Börn?!

Nú reiknast mér til að þetta kalli á um 30 stundir á dag. Eina lausnin á þessum vanda,  er að framkvæma eitthvað af þessum atriðum í einu. Til dæmis: Þú ferð í kalda sturtu með opinn munninn og drekkur þannig lítrana tvo af vatni.  Þegar þú gengur út úr baðherberginu með tannburstann í munninum nýturðu um leið ásta (tantrískt)  standandi með makanum þínum, sem um leið horfir á sjónvarpið og segir þér frá á meðan þú burstar tennurnar.
Var ein hendi laus?

Hringdu í vinina!!! Og foreldrana!!!

Fáðu þér rauðvín (eftir spjallið við foreldrana muntu þurfa á því að halda) eplið getur makinn þinn matað þig á á meðan þú borðar bananann með jógúrtinu. Úffffff! En ef þú átt tvær mínútur eftir , sendu þetta þá á vinina (sem þú þarft að vökva eins og blóm)  um leið og þú tekur inn eitt hvítlaukshylki  sem er svo gott fyrir...
En nú verð ég að hætta því eftir jógúrtið, appelsínuna, bananann, bjórinn, fyrri  vatnslítrann, þriðju máltíðina með trefjum, hef ég ekki hugmynd um það hvað ég er að gera og þarf nauðsynlega að komast á klósettið.
Aha, ég ætla að nýta tímann og kippa tannburstanum með mér.

Ef ég er að skrifa þetta í annað sinn , er það vegna þess að þrátt fyrir að fylgja öllum þessum ráðum  er ég samt komin með alzheimer.  
  

Bréfið frá syninum.

Elsku mamma
Skátaforinginn okkar bað okkur um að skrifa heim ef ske kynni að
foreldrarnir hefðu séð fréttina um flóðið í sjónvarpinu og væru með
áhyggjur. Það er allt í lagi hjá okkur. Það flutu bara tvö tjöld og
fjórir svefnpokar í burtu. Sem betur fer drukknaði enginn því við
vorum allir uppi á fjalli að leita að Jóni þegar þetta gerðist.
Segðu
mömmu hans Jóns að hann sé í lagi. Hann getur ekki skrifað henni út
af
gifsinu. Ég fékka að keyra í einum hjálparsveitarjeppanum. Það var
f
rábært.
Við hefðum aldrei fundið hann í myrkrinu ef ekki hefðu komið
eldingar.
Viddi skátaforingi varð reiður út í Halldór fyrir að fara í göngu án
þess að segja neinum frá. Halldór segir að hann hafi sagt honum, en
það var á meðan eldsvoðinn var í gangi, svo hann hafi líklega ekki
heyrt sérlega vel í honum. Vissuð þið að ef maður kveikir í gasi, þá
springur kúturinn? Blautu spíturnar brunnu ekki, en það kviknaði í
ein
u tjaldi og eitthvað af fötunum okkar brann. Lárus verður
furðulegur í útliti þangað til hárið vex aftur.
Við komum heim á laugardaginn ef Viddi skátaforingi kemur bílnum í
lag. Útafkeyrslan var ekki honum að kenna. Bremsurnar voru í fínu
lagi
þ
egar við lögðum af stað. Viddi skátaforingi sagði að það væri
eðlilegt að eitthvað bilaði í svona gömlum bíl. Það er kannski þess
vegna sem hann er ekki á skrá. Okkur finnst þetta vera frábær bíll.
Vidda er sama þó bíllinn verði skítugur og ef það er heitt í veðri,
þá
fáum við stundum að standa utan á stigbrettunum. Það verður stundum
ferlega heitt með 10 manns í sama bílnum.
Við fengum að vera til skiptis í hjólhýsinu þar til löggan stoppaði
okkur og talaði við okkur. Viddi skátaforingi er frábær. Hann er
líka
ferlega góður ökumaður. Hann er að kenna Dúa bróður sínum að keyra,
en
hann leyfir honum bara að stýra þegar við erum á fjallavegum þar sem
en
gin umferð er. Einu bílarnir sem við mætum þar eru flutningabílar.
Strákarnir voru allir að synda í vatninu í morgun. Viddi
skátaforingi
vildi ekki leyfa mér að synda af því ég kann það ekki og Jón var
hræddur um að hann myndi sökkva út af gifsinu, svo við fengum að róa
kanóinum yfir vatnið. Það var frábært. Maður getur ennþá séð sum
trén
í kafi eftir flóðið. Viddi skátaforingi er ekki geðillur eins og
sumir
aðrir skátaforingjar. Hann varð ekki einu sinni reiður út af
björgunarvestunum. Hann hefur rosalega mikið að gera við að laga
bílinn, svo við reynum að vera ekki til vandræða á meðan.
Gettu hvað? Við fengum allir fyrsta-hjálpar merkið okkar. Þegar
Robbi
stökk út í vatnið og skarst á handlegg, þá fengum við að sjá hvernig
á
að setja snarvöndul til að stöðva blæðingu. Bæði ég og Brjánn ældum
heil ósköp, en Viddi skátaforingi segir að það sé líklega bara
m
atareitrun af kjúklingnum sem við fengum. Hann sagði að hann hefði
oft ælt svona útaf matnum sem hann fékk á Hrauninu. Það er frábært

hann komst út og fékk að vera skátaforinginn okkar. Hann sagði að
hann
hefði fengið góða tíma til að hugsa sitt ráð á meðan hann sat inni.
Ég verð að hætta núna. Við erum að fara niður í þorp að setja bréfin
í
póst og kaupa byssukúlur.
Ekki hafa áhyggjur af neina. Okkur líður vel.
Þinn Jói.


Líkamsrækt

Um síðustu jól gaf maðurinn minn mér vikukort í einkatímum í hverfis
heilsuræktar- stöðinni. Þó ég væri enn í frábæru formi frá því að ég
var í skólaskákliðinu. Þá ákvað ég nú að það væri ekkert svo slæm
hugmynd að prófa þetta. Ég hringdi inn og staðfesti tíma með einhverjum
kallaður Pési, sem sagðist vera 26 ára eróbiks kennari og íþróttafata
módel. Maðurinn minn virtist mjög ánægður með það hve mikinn áhuga ég var
kominn með á því að byrja.

Dagur eitt
Þau ráðlögðu mér að halda þessa “æfingar dagbók” til að skrá árangur
minn þessa vikuna.
Byrjaði morguninn klukkan 7:00. Erfitt að koma sér á fætur, en vel þess
virði. Þegar ég mætti á heilsuræktarstöðina beið Pési eftir mér. Hann
er nokkurs konar guð, með ljóst hár og töfrandi hvítt bros. Hann sýndi
mér tækin og tók svo af mér púlsinn eftir fimm mínútur á göngubeltinu.
Honum sýndist dálítið brugðið við því hversu hár hann var, en ég held að
hafa staðið við hliðina á honum hafi bætt við tíu stigum. Naut þess að
horfa á eróbik tímann. Pési var mjög hvetjandi þegar ég gerði
magaæfingarnar, þó að mig hafi byrjað verkja fyrr á því að halda
vömbinni inni allan tímann sem ég var að tala við hann. Þetta verður
FRÁBÆRT.

Dagur tvö
Það tók mig tvo lítra af kaffi til þess að komast í gegnum útihurðina,
en ég hafði það niður á stöð. Pési lét mig leggjast á bakið og lyfta
þessari þungu járnslá upp í loftið. Síðan setti hann lóð á hana, í Jesú
nafni ! Fæturnir voru dálítið óstöðugir á göngubeltinu, en ég náði
heilum kílómetra. Brosið hans gerði það þess virði. Mér líður
FRÁBÆRLEGA í vöðvunum.

Dagur þrjú
Eina leiðin fyrir mig að bursta tennurnar er með því að leggja burstann
á vaskinn og hreyfa munninn fram og aftur ofan á honum. Ég er viss um
að ég hafi fengið tvöfalt kviðslit. Það var í lagi að keyra svo lengi
sem ég reyndi ekki að stýra. Lagði ofan á Bjöllu. Pési var dálítið
óþolinmóður við mig og sagði að öskrin í mér trufluðu hina meðlimina.
Göngubeltið gaf mér brjóstverki, svo ég reyndi Stiga Skrímslið. Því
ætti einhver að vera að búa til vél sem hermir eftir aðgerð sem varð
úrelt við uppfinningu lyftunnar?
Pési sagði mér að reglulegar æfingar myndu auka lífsmöguleika mína. Ég
gæti ekki ímyndað mér nokkuð verra.

Dagur 4
Pési beið eftir mér, það glitti í vampýrutennurnar hans. Ég get
ekkert að því gert að ég var klukkutíma of sein. Það tók mig það
langan tíma bara að reima skóna mína. Hann vildi að ég færi að lyfta
lóðum. Ekki sjéns,Pési. Þetta eru kallað “lóð” af einhverri ástæðu,
þú veist drekkja einhverju. Ég faldi mig inná kvennaklefanum þangað til
hann sendi Tanyju á eftir mér. Sem refsingu setti hann mig á róðrarvélina,
hún sökk.

Dagur 5
Ég hata Pésa meir en nokkur manneskja hefur hatað aðra í allri
mannkynssögunni.
Ef það væri einhver partur líkama míns sem ekki væri stórþjáður myndi ég
kýla hann með honum. Hann hélt að það væri góð hugmynd að þjálfa
upphandleggsvöðvana mína. Ég er með fréttaskot til þín Pési, ég er
ekki með neina helvítis upphandleggsvöðva. Og ef þú vilt ekki fá
beyglur í gólfið skaltu ekki rétta mér neinar lyftistengur. Ég tek ekki
ábyrgð á skaðanum sem gæti orðið. ÞÚ fórst í sadistaskóla, það er ÞÉR
að kenna. Göngubeltið henti mér á einhvern vísindakennara, sem var
helvíti vont. Af hverju gat það ekki verið einhver mýkri, eins og
tónmenntakennari eða félagsvísindakennari?

Dagur 6
Fékk skilaboð Pésa á símsvaranum mínum, vildi vita hvar ég væri. Mig
skorti styrkinn til þess að nota fjarstýringuna svo ég horfði á
Veðurrásina í ellefu tíma óslitið.

Dagur 7
Jæja, þá er vikan búin. Guði sé lof að hún er búin. Kannski gefur
maðurinn minn mér eitthvað örlítið skemmtilegra næst, eins og ókeypis
tannborun hjá tannlækninum.
 

Jóla hvað!!!!

Þegar ég var 12 ára gömul fékk ég fremur undarlega jólagjöf frá afa og ömmu. Fjölskyldan sat í stofunni og pabbi las á pakkana.Svo kom loksins að pakkanum mínum frá afa og ömmu. Ég var spenntust yfir honum því hann var svo skrítinn í laginu. Hvað ætli þau gefi mér sniðugt í ár hugsaði ég yfir mig spennt!Ég var mikið að brjóta heilann um þennan undarlega pakka um leið og ég tók utan af honum.Obbosí, loksins kom gjöfin í ljós! Helvítis HLANDKOPPUR, ég get svarið það!!! Ég varð alveg brjáluð, hvað var nú þetta? HLANDKOPPUR! Ég rauk inn í herbergi alveg brjáluð. Mamma kom á eftir og sagði að amma hefði örugglega ætlað að gefa Siggu systur koppinn en hún var 2ja ára.Ok, ég kom fram og lét stelpurassgatið fá þennan forljóta hlandkopp og átti nú von á því að það sem Sigga systir fengi frá afa og ömmu væri ætlað mér en það kom ekki því sá pakki innihélt bangsa. Næstu jól á eftir kom ámóta gáfuleg gjöf. Þegar ég opnaði pakkann það árið var ég álíka spennt því það var líka harður pakki, bara kassalaga. Og, viti menn! Hann innihélt einn bleikan skó!! meira að segja háhælaðan skó, þessi gjöf fór beina leið í ruslið, mamma og pabbi fengu ekki einu sinni að sjá gjöfina. Nennti ekkert að vera að æsa mig yfir þessu enda orðin 13 ára gella, en gekk ekki í háhæla skóm, hvað þá einum, nei ég gekk bara í klossum.
Einhvern tímann í mars hringdi amma og vænti mig um þjófnað á einum skó sem hún átti. Ég búin að gleyma helvítis jólagjöfinni sem innihélt einn skó.Ég sagði auðvitað nei, enda er ég alls ekki þjófur og hún röflaði þvílíkt að á endanum sagðist ég ætla að koma og fá að sjá hvaða skó ég hefði tekið.Amma tók vel á móti mér og sýndi mér skókassann af nýju spariskónum sínum,ég Sá þá að það vantaði einn spariskóinn hennar og það var hann sem hafði verið gjöf til mín.Þarna vissi ég að amma væri farin að kalka, og það all verulega! Ég sagðist skyldu redda þessu. Fór næstu daga niður í bæ að selja dagblöð og eftir fáeina daga gat ég farið í skóbúð og keypt eins skó og hún átti.
En í nóvember það ár sagði ég við ömmu og þau skyldu nú ekkert vera að hafa fyrir að gefa mér jólagjöf, ég væri vaxin upp úr því.

Í dag fæ ég bara pakka frá manninum mínum og eldri stráknum mínum og kærustu, en NOTA BENE það eru góðir pakkar.

« Fyrri síða

Höfundur

Birna Steingrímsdóttir
Birna Steingrímsdóttir

 Útivinnandi og húsmóðir í hjáverkum.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband