Kviknar á perunni.

Ég ætlaði nú bara að taka perurnar úr eldhúsviftunni en þetta varð tveggja daga verk.

Málið er að það varð hálfgerð sprenging inni í eldhúsi þegar báðar perurnar sprungu. Öryggið af og allt.
Nú ég ekki sú besta til að finna út hvernig átti að taka perurnar úr svo ég byrjaði á vitlausum enda.
Tók einhvert járnstykki í burtu og hélt að ég kæmist þannig að perunum. Kom þá í ljós ferleg drulla á því var lengi lengi að þrífa það. Sá þá að ég gat þrifið glerið innst. Byrjaði en tók þá eftir að það var hægt að taka glerið í burtu sem ég gerði. Þreif það líka vel, hugsaði þá sem svo að það væri langt síðan ég hafði þrifið uppi ofaná skápunum( ná næstum upp í loft). Príla upp á eldhúsborð og byrja að teygja mig og strjúka ofan á. Nema hvað rekst í eitthvað járn, mundi þá að þetta járn er af viftunni og við notuðum það ekki við uppsetningu,því miður hafði það verið sett yfir gat á bak við viftuskápinn. Auðvitað þurfti það að detta með skelli niður um gatið.
Kallinn prílaði upp og teygði lúkuna niður, fann það ekki. Ég gerði eins og fann það ekki heldur.
Nú voru góð ráð dýr.Ég sagði að það þýddi ekki annað en að veiða stykkið upp. Náði í veiðistöngina og spún en ekkert gekk.Sagði þá að best væri að nota segul og binda svona pakkaslaufu á segulinn. Fann segul en hvernig sem ég reyndi að binda datt alltaf segulinn úr. Sagði mínum manni að hafa samband í vinnuna á verkstæðið og fá lánaðan segul sem er á svona járnstöng, en áttaði mig í tíma að það var ekki hægt því það hefði þurft að vera beygja á stönginni svo við kæmum henni niður í gatið. Þá reif Karlinn báðar hurðarnar af skápnum og skrúfaði lausar skrúfur inn í skápnum. Var farinn að losa um skápinn þegar ég segi: eigum við nú ekki bara að prófa að setja viftuna í gang? Ef það heyrast læti slekk ég bara strax. Ég gerði það og ekkert aukahljóð heyrðist. Þar höfðum við það. Járnið datt semsagt á ágætan stað fyrir innan mótorinn af viftunni og fær að vera það til frambúðar.

Og ég sem ætlaði bara að skipta um tvær perur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Skemmtileg frásögn úr hversdagslífinu og hefur væntanlega kryddað það!?

Magnús Geir Guðmundsson, 1.2.2009 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birna Steingrímsdóttir
Birna Steingrímsdóttir

 Útivinnandi og húsmóðir í hjáverkum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 6282

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband