Saga úr daglega lífinu hjá mér.

Greip með mér kassa úr vinnunni í gær til að nota undir gjöf  sem ég þurfti að senda, ómöglulegt að senda hluti í bréfi út á land. Svo skundaði ég í búðina til að kaupa gjöfina, afþakkaði pent poka, kom út og hlassaði hlutunum í kassann. Annar hluturinn var nú þegar í kassa. Skottaðist aðeins út og suður og fór svo heim. Eftir vinnu í dag kom ég heim tók kassann upp úr kassanum( enda sá kassi of stór ofan í þennan kassa) og setti hlutinn ofaní, þá var afmælisgjöfin öll komin ofaní. Þurfti nú að líma þetta vel og vandlega og merkja vel því ég þurfti að senda út á land. Get svo svarið það að ég leitaði um alla íbúðina að peningaveskinu mínu en fann það ekki. Hlýtur að vera út í bíl hugsaði ég. Þó að ég reif allt upp úr haanskahólfinu og aukahólfinu var ekkert á því að græða annað en ég verð við tækifæri að snyrta bílinn að innan. Skaust aðeins aftur inn og leitaði en fann það ekki. Skaut nú þeirri hugsun upp í mér að sonur minn fer oft kortalaus í bankann og tekur út. Ég fer bara í bankann og tek út, þannig kem ég pakkanum í pósthúsið fyrir lokun. Auðvitað redduðu þeir mér í bankanum , ég fór með pakkann á pósthúsið, spurði hvort hann færi ekki af stað fljótt ( því afmælisdagurinn er liðinn) jú hann fer af stað á eftir. Frábært hugsa ég og skunda í Nettó. Dvelst svolítið lengi í Nettó og skrönglast svo heim. Þegar heim er komið leit ég yfir íbúðina og hafði það á tilfinningunni að ég þyrfti nú kannski bara að viðurkenna að það væri kominn tími á tiltekt þá finndist veskið. Ok, gramsa í dagblöðunum sem ég hafði verið búin að setja pent ofan í blaðakassann, veskið ekki innan um blöðin en herbergið eins og vígvöllur á eftir. Tiltektin í eldhúsinu skilaði engu nema hálffullri uppþvottavél af leirtaui , fullum ruslapoka af matarleifum og eldhússtólum á víð og dreif um allt. Jæja verð bara að viðurkenna að ég hef týnt helv. veskinu BÖMMER. Haldandi á miðanum sem sannaði að ég hefði farið með pakkann á pósthúsið fékk ég mér smók. Horfi á miðann og fer að hugsa. Gríp símann og hringi í pósthúsið. Já góðann daginn, ég kom með pakka til ykkar áðan sem á að sendast á Fáskrúðsfjörð. Já er sagt á hinum endanum, hvernig er hann á litinn. Hann er brúnn og stendur ........ ... á honum. Bíddu já hann er hér. Gætirðu verið svo elskuleg og opnað pakkann fyrir mig, getur opnað botninn, ég held nefnilega að ég hafi óvart pakkað peningaveskinu mínu með.  Bíddu. heyrðu já ég sé svart peningaveski hérna. Já takk frábært, ég kem þá og sæki það.  Stelpurnar voru báðar brosandiþegar ég kom og sögðust nú aldrei hafa lent í þessu áður. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birna Steingrímsdóttir
Birna Steingrímsdóttir

 Útivinnandi og húsmóðir í hjáverkum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband