Að baka vandræði!

Ég ætlaði sko að baka fyrir minn heittelskaða skúffukökuna sem allir eru búnir að vera að hrósa. Gramsaði í skúffunni eftir uppskriftinni, hrærði deigið, setti í ofnskúffuna og inn í ofninn. Þá skyndilega mundi ég eftir að mig vantaði kakó og flórsykur svo ég stormaði út í búð og keypti það. Er heim var komið fór ég að þvo skálina og sleikjuna. Nema hvað!! Varð mér ekki litið á endann á sleikjunni og það vantaði fremsta hlutann á hana. Skaptið er úr plasti en sleikjan sjálf úr gúmmí og það vantaði á gúmmíið. Ég hugsaði ..OMG,, ég ætla rétt að vona að það hafi vantað þetta á og kom við sárið á sleikjunni, puttarnir klístruðust allir og það var eins og ég væri með puttana fasta í lími. Henti sleikjunni og vonaði það besta. En rétt eftir þetta fór ég að finna brunalykt og varð litið inn í ofninn. Þessi líka rómaða skúffukaka var orðin alltof stór í skúffuna og farin að leka niður í ofninn( sem ég var nýbúin að hreinsa). Þá mundi ég það! Prentarinn var bilaður þegar ég skrifaði uppskriftina niður og ég tvöfaldaði hana strax um leið og ég skrifaði hana( ofnskúffan mín er svo stór) og í flýtinum við að skrifa þetta skrifaði ég líka það sem ég hafði ekki ætlað að skrifa. Eitthvað um að best væri að tvöfalda uppskriftina ef maður væri með stóra ofnskúffu.

Svo ekki er nú öll vitleysan eins. Er búin að vera að finna til verkja í einni tönn þegar ég borða og drekk eitthvað kalt og heitt. Fór til tannsa og hann fann hvaða tönn það væri. Boraði og þegar hann var að vinna í tönninni fannst mér svo skrítið að ég fyndi enn þennann skrítna verk. Hann sagði að oft leiddi þetta út um allt frá einni tönn. Seinni partinn þegar deifingin fór úr var þetta eins og áður en ferðin til tannsa hófst. Hann hafði borað vitlausa tönn. Hann var einmitt að furða sig á því að ég fyndi þennan mun með pínkuponsu skemmd. Og enginn tími laus fyrr en eftir páska.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birna Steingrímsdóttir
Birna Steingrímsdóttir

 Útivinnandi og húsmóðir í hjáverkum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband