26.2.2009 | 00:50
Glimmer, glimmer.
Þegar ég fór til Kanarí vildi maðurinn minn endilega gefa mér peysu eða bol. Og ég vil sko ekki hvað sem er. Leist ekki á neitt í búðunum á ensku ströndinni svo við skruppum til Las Palmas svo ég fyndi nú örugglega eitthvað við hæfi. Maðurinn minn var orðinn býsna þreyttur á búðarrápinu enda var ég ekki búin að finna neitt eftir 3 klst. rölt eftir aðal verslunargötunni þarna. Loksins kom að því að ég sá einn í glugganum sem mér leist vel á. Það var frekar vandræðalegt að fara inn því einhver betlari hreinlega hékk á manninum mínum, við losnuðum ekki við hann fyrr en ég tróð peningi í lófann á honum, kreppti hann saman og ýtti manga gamla út um dyrnar( ha,ha, hann vissi ekki að þetta var íslensk króna, verðlaus). Keypti geðveikt flottan bol, svona með hlébarðamynstri og allur út í litlum glimmerflögum. Nokkrum dögum eftir heimkomuna ákváðum við að fara á djammið enda vel við hæfi þar sem við vorum rétt búin með tollinn og langaði í meira. Ég fór náttúrulega í flotta bolnum mínum. Svona eftir nokkur glös var ég fær í flestan sjó og rauk út á gólfið. Dansaði eins og brjálæðingur um allt. Allt í einu veit ég ekki fyrr en að það er búið að slá hring um mig og allir klappa fyrir mér. Ég hugsaði að fólkið væri eitthvað galið enda er ég engin fegurðardrottning né neitt annað. Leit í kringum mig og sá ekkert óvanalegt, en þegar ég fór að renna augunum til hliðar sá ég hvar ein glimmerflagan var á fullri ferð út í sal. Leit ég þá sem snöggvast niður og ó, mæ good! Voru ekki flestar glimmerflögurnar losnaðar að bolnum og lágu hingað og þangað á gólfinu . En samt var þetta nokkuð smart því ljósin í loftinu lýstu á þær og gerðu allt svo flott. Ég ákvað þarna á staðnum að ljúga einhverju sniðugu að mínu fólki ef það spyrði. Ætlaði nú ekki að segja að ég hefði keypt köttinn í sekknum. Svo ég sagði að ég hefði keypt bolinn í grínbúð og glimmerið hefði átt að detta af, náttúrulega haugalygi en hvað gat ég annað í þessari stöðu! Svo kom maður heim undir morgun vel við skál, droppaði um alla íbúð og fór loks að sofa. Þegar ég vaknaði svo voru restarnar af glimmerinu um alla íbúð. Þá neyddist ég til að taka til hendinni, sem ég geri afar sjaldan. Skúra, ryksuga og svoleiðis. OJ!!!!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.