Framandi matur og ferlegt klúður.

Við hjónakornin skruppum í algjöra draumaferð, fyrir nokkrum árum, til Tenerife á Kanaríeyjum rétt fyrir jól.Vorum þarna á 5 stjörnu glæsihóteli með morgun og kvöldmat inniföldum.Kvöldverðarborðið var rosalega glæsilegt og mjög fjölbreytt. Borð sem svignaði undan köldum salötum kennd við ýmis lönd. Þarna var rússneskt salat, enskt salat og fleiri og fleiri lönd nefnd. Svo voru heitir réttir og alltaf tveir kokkar stóðu vaktina og annar eldaði kjöt, hinn fisk.Eitt kvöldið fór ég að hræra í einum pottréttinum þarna. Sá þá að það voru kolkrabbalappir í honum. Ég ákvað að prófa þennan spennandi rétt. Þjónarnir voru á þönum fram og til baka með borðvínin handa gestunum og nóg að gera. Við sátum alltaf á borði alveg við ganginn svo við þyrftum ekki að labba langt í matinn.Ég settist niður með minn pottrétt og smakkaði fyrst á gúmmelaðinu( sósunni) Hún var góð svo ég ákvað þá að éta þessar lappir. Fór að munda gaffalinn og ætlaði að stinga honum í eina löppina á disknum, þá vildi ekki betur til, af því að þetta var víst ólseigt, að andskotans löppin skaust beint af diskinum og út á gólf. Auðvitað þurfti hún að lenda á miðjum ganginum. Ég leit til hægri og vinstri til að athuga hvort fólkið á næstu borðum hefði séð þetta óhapp. NEI, ég slapp. Eftir smátíma kemur þarna þjónn labbandi með rauðvín og tvö glös á bakka. Eins og þjónum er tamt, þá labbaði hann bísperrtur áfram í áttina til okkar. Karlhlunkurinn þurfti auðvitað að stíga beint á kolkrabbalöppina. Löppin sem lenti á kolkrabbanum fór á flug áfram og þjónninn vaggaði óeðlilega mikið til hægri og vinstri. Þegar hann var um það bil að detta þurfti hann þá ekki að glopra bakkanum upp í loft og svo hallaðist bakkinn og lenti á borði þarna hinu megin í salnum. Þar sat fín frú, komin í kvöldklæðnaðinn, flottan satínkjól drapplitaðan,skipti það engum togum að rauðvínsflaskan þurfti auðvitað að lenda á konuskarninu. Hún náttl. æpti og stökk upp úr sætinu blóðrauð í framan af rauðvínssullinu og kjóllinn allur út í rauðum blettum. Von bráðar komu fullt af þjónum og stumruðu yfir konunni og fóru með hana fram, örugglega til að þrífa kjólinn.Ungþjónninn varð eftir, tók upp servéttu, beygði sig niður og tók eitthvað upp. Þarna var kolkrabbalöppin komin í fallega servéttu. Þegar þarna var komið við sögu, stóð ég upp og leit mig hverfa út um dyrnar. Fór í mollið við hliðina á hótelinu og fékk mér pizzasneið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Haha, skemmtileg saga. Takk fyrir!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 19.2.2009 kl. 17:22

2 Smámynd: Ari Jósepsson

hahah það er rosalega gaman að lesa frá þér þetta er svo vel skrifað og alveg ég var bara i hláturskasti takk fyrir mig :)

Hann Jói hefur sko þina ritskrift það má nú segja þið skrifið svo vel 

bið að heylsa honum 

Kv Ari J

Ari Jósepsson, 21.2.2009 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birna Steingrímsdóttir
Birna Steingrímsdóttir

 Útivinnandi og húsmóðir í hjáverkum.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband