Fyrsta og eina ferðin mín í fjölskyldugarðinn!

Einhverju sinni bauð pabbi mér og strákunum í fjöldskyldugarðinn, í pylsupartý og. fl. á vegum vinnunnar hans.Ég hafði nú aldrei komið þangað áður og eins og vanalega var ég orðin töluvert á eftir áætlun, pylsurnar áttu að vera kl. 13 og klukkan var orðin 13.20. Ég spyr strákinn minn hvar pylsurnar séu grillaðar og hann bendir á einhvern stað. Við þangað og þar var ein kona að gæða sér á pylsu og verið að grilla aðra. Strákurinn hvarf eitthvað og ég hugsaði sem svo að grillið væri örugglega búið þar sem klukkan var nú orðin 13.30. Ég heppin að það ein eftir á grillinu. Strunsa þangað og veiði hana af grillinu með lægni, þar sem hún var sjóðandi heit. Þetta er pylsan mín segir þá konugreyið, afsakið segi ég og hugsaði að þær voru þá bara búnar. En pylsubrauðin voru ekki búin svo ég fékk mér eitt. Kom þá ekki skassið og hrifsaði hana af mér með þeim ljótustu formælingum sem ég hef heyrt, man ekki hvað það var en það endaði á þessum orðum,að hún ætti brauðin líka . Ég blóðroðnaði og flýtti mér út. Sé ég þá ekki í bláendann á einhverju risatjaldi og það liðaðist reykur út þaðan. Ég kíkti fyrir horn og stendur ekki pabbi þar og segir: Það er mikið að þú kemur, flýttu þér nú að fá þér pylsu áður en þær klárast, en ég var bara búin að missa lystina á pylsum þá stundina .

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birna Steingrímsdóttir
Birna Steingrímsdóttir

 Útivinnandi og húsmóðir í hjáverkum.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband