21.12.2008 | 02:51
Jóla hvað!!!!
Þegar ég var 12 ára gömul fékk ég fremur undarlega jólagjöf frá afa og ömmu. Fjölskyldan sat í stofunni og pabbi las á pakkana.Svo kom loksins að pakkanum mínum frá afa og ömmu. Ég var spenntust yfir honum því hann var svo skrítinn í laginu. Hvað ætli þau gefi mér sniðugt í ár hugsaði ég yfir mig spennt!Ég var mikið að brjóta heilann um þennan undarlega pakka um leið og ég tók utan af honum.Obbosí, loksins kom gjöfin í ljós! Helvítis HLANDKOPPUR, ég get svarið það!!! Ég varð alveg brjáluð, hvað var nú þetta? HLANDKOPPUR! Ég rauk inn í herbergi alveg brjáluð. Mamma kom á eftir og sagði að amma hefði örugglega ætlað að gefa Siggu systur koppinn en hún var 2ja ára.Ok, ég kom fram og lét stelpurassgatið fá þennan forljóta hlandkopp og átti nú von á því að það sem Sigga systir fengi frá afa og ömmu væri ætlað mér en það kom ekki því sá pakki innihélt bangsa. Næstu jól á eftir kom ámóta gáfuleg gjöf. Þegar ég opnaði pakkann það árið var ég álíka spennt því það var líka harður pakki, bara kassalaga. Og, viti menn! Hann innihélt einn bleikan skó!! meira að segja háhælaðan skó, þessi gjöf fór beina leið í ruslið, mamma og pabbi fengu ekki einu sinni að sjá gjöfina. Nennti ekkert að vera að æsa mig yfir þessu enda orðin 13 ára gella, en gekk ekki í háhæla skóm, hvað þá einum, nei ég gekk bara í klossum.
Einhvern tímann í mars hringdi amma og vænti mig um þjófnað á einum skó sem hún átti. Ég búin að gleyma helvítis jólagjöfinni sem innihélt einn skó.Ég sagði auðvitað nei, enda er ég alls ekki þjófur og hún röflaði þvílíkt að á endanum sagðist ég ætla að koma og fá að sjá hvaða skó ég hefði tekið.Amma tók vel á móti mér og sýndi mér skókassann af nýju spariskónum sínum,ég Sá þá að það vantaði einn spariskóinn hennar og það var hann sem hafði verið gjöf til mín.Þarna vissi ég að amma væri farin að kalka, og það all verulega! Ég sagðist skyldu redda þessu. Fór næstu daga niður í bæ að selja dagblöð og eftir fáeina daga gat ég farið í skóbúð og keypt eins skó og hún átti.
En í nóvember það ár sagði ég við ömmu og þau skyldu nú ekkert vera að hafa fyrir að gefa mér jólagjöf, ég væri vaxin upp úr því.
Í dag fæ ég bara pakka frá manninum mínum og eldri stráknum mínum og kærustu, en NOTA BENE það eru góðir pakkar.
Einhvern tímann í mars hringdi amma og vænti mig um þjófnað á einum skó sem hún átti. Ég búin að gleyma helvítis jólagjöfinni sem innihélt einn skó.Ég sagði auðvitað nei, enda er ég alls ekki þjófur og hún röflaði þvílíkt að á endanum sagðist ég ætla að koma og fá að sjá hvaða skó ég hefði tekið.Amma tók vel á móti mér og sýndi mér skókassann af nýju spariskónum sínum,ég Sá þá að það vantaði einn spariskóinn hennar og það var hann sem hafði verið gjöf til mín.Þarna vissi ég að amma væri farin að kalka, og það all verulega! Ég sagðist skyldu redda þessu. Fór næstu daga niður í bæ að selja dagblöð og eftir fáeina daga gat ég farið í skóbúð og keypt eins skó og hún átti.
En í nóvember það ár sagði ég við ömmu og þau skyldu nú ekkert vera að hafa fyrir að gefa mér jólagjöf, ég væri vaxin upp úr því.
Í dag fæ ég bara pakka frá manninum mínum og eldri stráknum mínum og kærustu, en NOTA BENE það eru góðir pakkar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtileg frásögn.
Jens Guð, 21.12.2008 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.