5.4.2017 | 19:01
Hreingerning
Ég ætlaði að þrífa í dag en,
þetta er svo stórt heimili. Sko undir rúminu býr draugurinn svo þar vil ég ekki þrífa, svo eru það náttúrulega hornin en þau þarf ekki að þrífa því þau eru nú eiginlega sýnishorn. Inni á baði búa silfurskotturnar og ég vil nú ekki styggja þær þessar elskur, eldhúsið er upptekið af hveitibjöllunum svo þar þríf ég bara seinna. Nú rykmaurarnir búa í rúminu um stundarsakir( eru að leita að íbúð) svo ekki er ég svo illkvittin að eyðileggja eina athvarfið þeirra. Allavega ég brynnti músunum hjá syni mínum og vökvaði blómin. En aukaherbergið í íbúðinni minni er orðið svo skítugt að ég vissi ekki í hvoran fótinn ég ætti að stíga þar svo ég bara settist niður og pústaði aðeins eftir þessa stórhreingerningu
þetta er svo stórt heimili. Sko undir rúminu býr draugurinn svo þar vil ég ekki þrífa, svo eru það náttúrulega hornin en þau þarf ekki að þrífa því þau eru nú eiginlega sýnishorn. Inni á baði búa silfurskotturnar og ég vil nú ekki styggja þær þessar elskur, eldhúsið er upptekið af hveitibjöllunum svo þar þríf ég bara seinna. Nú rykmaurarnir búa í rúminu um stundarsakir( eru að leita að íbúð) svo ekki er ég svo illkvittin að eyðileggja eina athvarfið þeirra. Allavega ég brynnti músunum hjá syni mínum og vökvaði blómin. En aukaherbergið í íbúðinni minni er orðið svo skítugt að ég vissi ekki í hvoran fótinn ég ætti að stíga þar svo ég bara settist niður og pústaði aðeins eftir þessa stórhreingerningu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.