Barnahjal.

Alveg er það furðulegt hvað það eru margar prinsessur og prinsar á Íslandi. Mikið hafa erlendir þjóðhöfðingjar verið lauslátir þegar þeir voru á ferð um landið. Ef maður gúgglar eitthvað íslenskt nafn helst svolítið furðulegt mannanafn( Reyrhildur, Engilríður Ýr, Ljótur, Svartur, Starkaður og fleiri ónefni) fær maður upp fullt af barnasíðum þar sem prinsessa eða prins eiga hlut að máli.Landinn þarf að fara að passa sig.Svo eru foreldrar brjálaðir yfir því að barnið sé lagt í einelti. Eru foreldrar ekki að stuðla að því með þessum ónefnum? Var að vinna um helgina og þá var mamman að fara og ca. 6 ára stelpan hennar stóð hjá mér: Hrafntinna mín komdu, við erum að fara. Þá rifjaðist upp fyrir mér bílslysið nýjasta sem maðurinn minn lenti í, er það var á Hrafntinnuskeri. Hugsið ykkur það heitir Hrafntinnusker. Ef maður skrifar það aðeins vitlaust gæti einhver hugsað sem svo að ritarinn væri morðingi. Hrafntinnu sker!!! O my good...
Frumlegasta nafnið heyrði ég svo í dag í vinnunni.
Ég var við tölvuna þegar inn kemur koma og sagðist hafa gleymt kortinu sínu. Ekkert mál sagði ég. Gefðu mér bara upp nafnið og ég fletti þér upp. Sólrún heyrðist mér hún segja, ég slæ því upp og fann hana ekki. Sagði svo við konuna: sagðistu ekki heita Sólrún? Nei, ég heiti Sólbrún sagði konan.. einmitt sagði ég og hreinlega hélt að konan væri að djóka( eins gott að ég sagði ekki það sem ég var nærri búin að segja: einmitt og ég er Silvía Nótt)en sló samt nafninu upp í tölvunni. Og mikið rétt, konan heitir Sólbrún. Ég flýtti mér að afgreiða hana og sló nafninu aftur inn í tölvuna. Skoðaði þetta vel með hinum og það sem er svo sniðugt að konan hlýtur að vera mikið fyrir ljós, því hún er sólbrún í framan allavega.

Annars eru kvenmannsnöfnin Hrafntinna og Sólbrún bara falleg. Maður þarf bara að venjast þeim.

Nú, nú, ef maður finnur myndasíður af börnum stendur í 99% tilvika orðið: sætastur eða sætust fyrir neðan. Stundum eru mömmurnar líka að monta sig á spjallrásunum og verða hver af annarri að sína mynd af prinsinum, prinsessunni, sætasta eða sætustu þó að viðkomandi barn sé svoleiðis rangeygt að það sér í kross, stundum er það með hryllilega útstæð eyru nú og svo er það brosandi út að eyrum og búið að missa tennur. Smekklegt...

Það þekkist ekki óþekkt í dag.. Í gamla daga voru börn óþekk og fengu viðeigandi meðferð, nefnilega rassskell. Eftir hann hætti barnið óþekktarkastinu og hafði sig lítt frammi í dálítinn tíma. Í dag má ekki rassskella börn, maður gæti átt von á kæru, en allavega getur maður bókað að Barnavernd mæti á svæðið og dæmi mann óhæft foreldri..Í dag eru engin börn óþekk, nei þau eru upp til hópa misþroska með athyglisbrest. Þetta er bráðsmitandi sýking og varir uppeldisárin, alveg þar til unginn er floginn úr hreiðrinu. Og til að kóróna nú herlegheitin fær foreldrið ummönnunarbætur fyrir óþekktina í barninu. Svona til að vega á móti kostnaði sem hlýst af bræðiköstunum þegar barnið brýtur eitthvað og svoleiðis.

Í dag þarf annað hvert barn talkennslu. Er það eitthvað skrítið? Allt frá fæðingu hefur barnið séð risastóru skrímslin koma og segja: úllí, gúddí, gúdd.Foreldrar segja ekki snuð, nei, dudda heitir það. og lengi má telja. Ég er nokkuð viss um að þegar barnið sér manneskju yfir sér þá hugsar það: Ekki til að tala um að ég segi stakt orð að viti hér, hálvitinn atarna myndi hvort sem er ekki skilja það.Svo auðvitað blaðrar það bara tóma steypu. Enda veit barnið að eftir því sem það bablar meira þeim mun hrifnari verða foreldrarnir.Svo snýr foreldrið sér við og barnið andvarpar af létti, snýr sér á hliðina og fer að sofa.

Sá skrif eftir manngrey um daginn. Garmurinn og frúin voru á leið erlendis í rómantíska ferð. Þá degi áður en var farið þurfti ekki kerlingarassgatið að byrja á túr. Karlinn kvartaði að ferðin væri svoleiðis ónýt fyrir sér.
En hann athugaði ekki eitt,, þegar heiðin er lokuð, eru þrengslin alltaf fær.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæl, ég er sammála þér um að nöfn barna í dag eru oft ansi furðuleg. Kannski er það þó til marks um aldur manns sjálfs ef manni finnst eitthvað skrýtið sem öðrum yngri finnst bara sjálfsagt. Þú taldir upp nokkur nöfn í sviga m.a. nöfnin Ýr og Starkaður. Hvorutveggja finnst mér vera fínustu nöfn. Ekkert út á þau að setja. Hitt finnst mér um nafnið Sólbrún, það er náttúrulega dálítið skrýtið, sennilega eitt það skrýtnasta sem ég hef heyrt. Ég átti frænku sem hét Einhildur og veit reyndar um 2 slíkar mun yngri konur. Einnig þekki ég Frúgit, hún er þó held ég bara ein sem ber það nafn og ber það með rentu!

Annars má fólk heita hvað sem er mín vegna. Oft verða nöfnin dálítið skapandi, eins og þú bendir á, og það er í raun undir hverjum og einum komið hvernig þeir bera sín nöfn. Ég vil t.d. ekki heita neitt annað en Ingibjörg og tel að nafnið fari mér bara vel.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 24.2.2009 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birna Steingrímsdóttir
Birna Steingrímsdóttir

 Útivinnandi og húsmóðir í hjáverkum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband