Ýmsu lendir maður nú í!

Það var lítð um að vera í vinnunni svona rétt fyrir jólin. Fáir krakkar í iþróttum og fáir komu í ræktina.Ég var að vinna í afgreiðslunni og dauðleiddist. Ákvað þá að fá mér smók.Skítaveður var úti og þá verður maður að finna sér skjól.Ég vissi af skjóli bak við ruslagáminn og til að fara þangað þurfti ég að ganga allann íþróttahúsganginn framhjá öllum búningsklefunum.Snjórinn var að fara, komin rigning og rok og svartamyrkur svo maður sá ekki handa sinna skil.Ég stóð alveg við gáminn, kláraði rettuna, lokaði hurðinni og labbaði til baka allann ganginn. Fór inn í þvottahús til að þvo mér, tók þá eftir að þvottavélin var búin, setti í þurrkarann og setti i aðra vél, þvoði mér og fór að afgreiða.Eftir smá tíma kemur samstarfsmaður minn og segir:Heyrðu hvaða voðalega fýla er þetta inni í þvottahúsi, hún ætlar mann lifandi að drepa. Ha, segi ég. Ég var að koma úr þvottahúsinu og það var enginn lykt þar... er þetta ekki bara í nösunum á þér, nógu stórar eru þær.
Nei nei segir hann, þetta er einhver viðbjóðsleg skítalykt.Svei mér ef hún er ekki líka hér. Heyrðu segi ég,það þarf bara að hella vatni í niðurfallið það er orðið þurrt og þá myndast skítalykt.
Nei, trúirðu mér ekki? Komdu með mér fram.. ókey, ég fór með honum fram í þvottahús og þá kom á móti manni þessi líka ógurlega fýla.Sjáðu segir hann. Brúnir flekkir voru fyrir framan þvottavélina og þurrkarann. Hann opnar inn í íþróttagang kallar í mig og sýnir mér bletti á víð og dreif um ganginn alveg fram að útidyrahurð.Ekki veit ég hvað þetta er en ég skal þífa þetta snöggvast segi ég. Fer í þvottahúsið aftur bleyti moppu og moppa fyrir framan vélarnar. Bleyti svo tusku en þegar ég stend þarna við vaskinn fer ég að hugsa. Það skyldi þó aldrei vera?
Kíki undir vinstri skóinn, allt í lagi. Kíki undir hægri skóinn og þar var stór brún klessa. Fer úr skónum og af því að ég var með blauta tusku fer ég að nudda með henni brúnu klessuna. Gaus þá upp sú viðbjóðslegasta fýla sem ég hef fundið fyrr og seinna. Hendi tuskunni eitthvað frá mér, skónum eitthvað annað staulast fram og kúgast og kúgast. Kemur þá ekki samstarfskona mín og spyr hvað sé að? Ég bendi á þvottahúsið og hún fer inn í kófið þar. Kemur fram með skóinn minn og segir: átt þú þennan?Já segi ég. Ég skal þrífa hann fyrir þig. Ok, hún gerir það og meira, hún setur sótthreinsandi í fötu og byrjar að sóttheinsa íþróttaganginn. Bað mig að koma á eftir með aðra sótthreinsandi moppu og fara yfir. Ég gerði það með ælupoka meðferðis.Lyktin var rosaleg inni á ganginum. Hún minnkaði en hvarf ekki. Gott að það var ekkert að ske í íþrótthúsinu.Fór svo að afgreiða. Fljótlega kom samstarfsmaður minn aftur og nú var hann búinn að finna út hvaðan þetta allt var.Jú sjáðu til sagði hann. Einhver hefur þurft að þrífa skít inni í búningsherbergjum og gert það með tusku.Ég fann útskitna tusku fyrir neðan ruslafötuna, hún hefur ekki ratað í ruslið svo hefur einhver stigið á tuskuna og dreift þessu um allt hús um leið og hann fór með ruslið.Ég auðvitað samsinnti þessu, þetta hlaut að vera skýringin. Daginn eftir var ég líka að vinna í afgreiðslunni. Samstarfsmaður minn fann enn smá lykt í afgreiðslunni. Ég trítlaði út að gámi og sá þá hundaskít upp við hann. Þá um kvöldið fóru skórnir í ruslið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvelt að losna við að lenda í svona:::HÆTTU AÐ REYKJA.Ekki er betri fýlan af þessum sígarettum.

Númi (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 22:58

2 Smámynd: Ari Jósepsson

Hæ það væri gaman að fá ykkur Jóa i heimsókn :)

Langt síðan maður hefur seð ykkur ég er kominn með mina íbúð og sonna.

Ari Jósepsson, 9.1.2009 kl. 15:43

3 Smámynd: Ari Jósepsson

Já ég man eftir því þegar ég hitti þig þar :)

Ari Jósepsson, 11.1.2009 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birna Steingrímsdóttir
Birna Steingrímsdóttir

 Útivinnandi og húsmóðir í hjáverkum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband